Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnhildur Steinunn aðstoðardagskrástjóri RÚV
Þriðjudagur 23. janúar 2018 kl. 16:06

Ragnhildur Steinunn aðstoðardagskrástjóri RÚV

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrástjóri RÚV, þetta var tilkynnt á fundi í morgun þar sem skipulagsbreytingar hjá stofnuninni voru kynntar. Ragnhildur er fædd og uppalin í Keflavík og hefur starfað á RÚV frá árinu 2004, hún mun vinna við hlið Skarphéðins Guðmundssonar að dagskrátengdum málefnum sjónvarpsins.

Ragnhildur Steinunn hefur sinnt dagskrágerð á RÚV, meðal annars fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans, dans, dans, Gott kvöld, Íþjóðin með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin. „Ragnhildur hefur verið að koma af auknum krafti inn í ákveðin verkefni á undanförnum árum þar sem hún hefur ekki ekkert endilega verið á skjánum, þetta er kannski rökrétt framhald af því.“ Segir Skarphéðinn í samtali við mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024