Ragnheiður komin í ráðuneytið
Ráðherraskipti urðu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Segja má að það ráðuneyti hafi fallið í skaut Suðurkjördæmis því þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skipta með sér því ráðuneyti.
Þau skipta með sér verkum innan ráðuneytisins á þann veg að Ragnheiður Elín mun sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa á sinni könnu almenn viðskiptamál, atvinnuþróun og nýsköpun, ferðaþjónustu, iðnað, verslun og þjónustu, jarðrænar auðlindir og orkumál.
Sigurður Ingi mun sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bera ábyrgð á þessum tveimur málaflokkum auk byggðamála. Skipulag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og starfsmannahald er jafnframt í hans verkahring. Auk þessa gegnir Sigurður Ingi embætti umhverfis- og auðlindaráðherra.