Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnheiður ítrekaði þúsund milljarða áskorunina
Föstudagur 6. mars 2015 kl. 09:54

Ragnheiður ítrekaði þúsund milljarða áskorunina

„Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ á að næsta iðnbylting verði ekki háð fólksfjölda, járni eða kolum heldur þess í stað muni hún grundvallast á snjallri hugsun, tækniþekkingu, verkkunnáttu og grænum gildum spurði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Iðnþingi í Reykjavík í gær. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að hlúa að nýsköpunarstarfi en yfirskrift þingsins var: „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Í ávarpi sínu  lagði Ragnheiður Elín áherslu á mikilvægi þess að hlúa að nýsköpunarstarfi.

Ragnheiður Elín ítrekaði þá „Þúsund milljarða áskorunina“, en það er það langtímamarkmið að auka útflutningstekjur um þúsund milljarða fyrir árið 2030. Þessu markmiði yrði einungis náð með „stóriðju hugans“ og þeim takmarkalausu möguleikum sem hugvit okkar býr yfir. Megináherslu þyrfti að leggja á fjóra þætti til að ná markmiðinu. Í fyrsta lagi þurfi að stuðla að hvetjandi rekstrarumhverfi sem tryggja muni stöðugleika og fyrirsjáanleika. Í öðru lagi þurfi að efla innviði á borð við raforkukerfi, samgöngur, fjarskipti og menntakerfi. Í þriðja lagi þurfi að efla nýsköpun á öllum sviðum atvinnulífsins, hún sé ekki síður mikilvæg í rótgrónum fyrirtækjum en í sprotafyrirtækjum, og að lokum verður að tryggja að nægt framtaksfjármagn sé til staðar svo nýsköpun nái að dafna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Taldi hún að mikilvægum áfanga hefði verið náð með fjölgun nýsköpunarsjóða sem fjármagnaðir eru af einkaaðilum og slíkt sé vísbending um aukna tiltrú á íslensku efnahagslífi.