Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnheiður Elín efst í Suðurkjördæmi – Björk í 6. sæti
Sunnudagur 15. mars 2009 kl. 05:09

Ragnheiður Elín efst í Suðurkjördæmi – Björk í 6. sæti

Ragnheiður Elín Árnadóttir er sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún fékk 2192 atkvæði í fyrsta sæti.

Í öðru sæti varð Árni Johnsen með 1576 atkvæði í 1.-2. sæti, þriðja varð  Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra með 1882 atkvæði í 1.-3. sæti , fjórða varð  Íris Róbertsdóttir, kennari úr Vestmannaeyjum með 1812 atkvæði í 1.-4. sæti. Næst komu alþingismennirnir Kjartan Ólafsson í fimmta sæti og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta.
Ragnheiður er Keflvíkingur og sóttist eftir 1. sæti. Björk er næsti Suðurnesjamaður á listanum. Hún hafði óskað eftir stuðningi í 2. sæti listans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024