Ragnar Örn endurkjörinn formaður STFS
Fjölmennur aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja var haldinn í gærkveldi en alls mættu um 120 félagsmenn á fundinn.
Mótframboð barst gegn sitjandi formanni, Ragnari Erni Péturssyni, frá Brynjari Harðarsyni starfsmanni Heiðarskóla.
Úrslit urðu þau að Ragnar Örn hlaut 70 atkvæði en Brynjar Harðarson 45. Fimm seðlar voru auðir eða ógildir.
Að lokinni formannskosningu var kosið um tvo meðstjórnendur og í varastjórn og var öll stjórnin endurkjörin.
Stjórn STFS skipa:
Ragnar Örn Pétursson formaður
Sæmundur Pétursson
Þorgerður Guðmundsdóttir
Ásdís Óskarsdóttir
Í varastjórn eru: Jóhannes Jóhannesson og Margrét Böðvarsdóttir.
Af heimasíðu Reykjanesbæjar