Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnar Ómarsson tryggði Íslandi þátttökurétt
Föstudagur 11. júlí 2008 kl. 09:59

Ragnar Ómarsson tryggði Íslandi þátttökurétt

Meistarakokkurinn og Keflvíkingurinn Ragnar Ómarsson, heldur áfram að gera það gott á alþjóðavettvangi því nú á dögunum tryggði hann Íslendingum þátttökurétt í virtustu matreiðslukeppi heims, Bocuse d'Or með því að ná sjötta sæti í sérstakri Evrópukeppni Bocuse d'Or. Keppnin fór fram í Stavanger.  Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna.
Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.

Ragnar varð í öðru sæti One World matreiðslukeppninnar á síðasta ári. One World er álfukeppni og keppti Ragnar fyrir hönd Evrópu. Ragnar hefur fyrir löngu skipað sér í hóp fremstu matreiðslumeistara landsins en hann hefur þjálfað og undirbúið íslenska kokkalandsliðið fyrir alþjóðleg stórmót. Hann starfar á veitingahúsinu Domo.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024