Ragnar Margeirsson látinn
Ragnar Margeirsson fyrrverandi knattspyrnumaður úr Keflavík lést sl. sunnudag, 10. febrúar á fertugasta aldursári. Ragnar var einn af bestu knattspyrnumönnum Keflavíkur. Ferill hans hófst þegar hann var aðeins 10 ára gamall og fyrsta árið hans lék hann með 5. flokki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki á Melavellinum í Reykjavík. Ragnar varð fljótt afburða knattspyrnumaður og lék með Keflavík í öllum yngri flokkum. Hann lék með unglingalandsliði Íslands og á hátindi ferilsins var hann einn af burðarásum íslenska karlalandsliðsins en með því lék hann 45 landsleiki.
Leiðir Ragnars lágu í atvinnumennsku en hann lék m.a. með liðum í Belgíu, Þýskalandi og í Svíþjóð. Hann lék einnig með KR og Fram í meistaraflokki karla. Ragnar varð meðal annars bikarmeistari með Fram.
Ragnar lætur eftir sig 3 börn. Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, á morgun, föstudag 15. febrúar kl. 14:00.
Ragnar Ingi Margeirsson
f. 14.08.1962 d. 10.02.2002
Stundum er eins og lífið sé ferðalag niður eftir árfarvegi. Fyrir einhverja hendingu þá kvíslast hluti árinnar út og eftir þeirri kvísl fara einhverjir sem maður sér á eftir.
Við, sem höfum átt því láni að fagna að ferðast með Ragnari í þessu lífi, höfum upplifað allt það besta sem lífið býður uppá og líka þurft að horfa uppá slæmar hliðar þess. Uppsretta okkar vinahóps nær allt aftur til unglingsáranna, er við fórum fyrst að þreifa fyrir okkur utan veggja heimilisins í leit að okkar eigin lífsreynslu. Þá var allt
spennandi sem við komumst í nálgægð við og margt að sjá. Ragnar vinur okkar fékk mörg spennandi tækifæri á lífsleiðinni sem við hinir fengum að fylgjast með, fullir af stolti og trú á framtíðina. Einkum vorum við stoltir af honum sem félaga og ferli hans á vettvangi knattspyrnunnar þar sem hann stillti sér í hóp þeirra bestu.
Er lengra leið á lífið fórum við að huga að því að halda saman vinahópnum og stofnuðum félagið Storm í þeim tilgangi. Þar var Ragnar ein af stoðum félagsins og höfum við eytt mörgum góðum stundum saman, einir og með fjölskyldum okkar. Við höfum notið þess að spjalla um lífið, tilveruna og vináttuna á meðan við flutum saman niður farveg lífsins. Þó siglingin hafi reynst hverjum og einum misjafnlega erfið, hefur það veitt okkur ómælda ánægju, styrk og fyllingu að geta mánaðarlega sótt hvorn annan heim og notið stundar saman í félaginu okkar.
Fyrir einhverja hendingu gerist það svo að einn af okkur berst af leið og flýtur af stað niður annan og grýttari farveg. Það hefur reynst okkur sársaukafullt að horfa uppá það gerast án þess að geta komið neinum vörnum við. En nú þegar á hólminn er komið eigum við eftir minninguna sem hann skilur okkur eftir með um góðar samverustundir, skemmtileg atvik, sæta sigra og ósigra.
Nú kveðjum við Ragnar með virðingu og vinsemd í hjarta og vonum að hans bíði góður félagsskapur þar sem hann er nú. Aðstandendum hans, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur með þökk í hjarta fyrir að hafa staðið svo tryggilega að baki honum á lífsleiðinni. Við biðjum Guð að blessa Möggu, Ingunni og börnin hans, Ragnar, Láru og Söndru, og hjá okkur mun minningin um góðan dreng og góðan félaga lifa.
f.h. Storms
Sigurður Garðarsson
Leiðir Ragnars lágu í atvinnumennsku en hann lék m.a. með liðum í Belgíu, Þýskalandi og í Svíþjóð. Hann lék einnig með KR og Fram í meistaraflokki karla. Ragnar varð meðal annars bikarmeistari með Fram.
Ragnar lætur eftir sig 3 börn. Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, á morgun, föstudag 15. febrúar kl. 14:00.
Ragnar Ingi Margeirsson
f. 14.08.1962 d. 10.02.2002
Stundum er eins og lífið sé ferðalag niður eftir árfarvegi. Fyrir einhverja hendingu þá kvíslast hluti árinnar út og eftir þeirri kvísl fara einhverjir sem maður sér á eftir.
Við, sem höfum átt því láni að fagna að ferðast með Ragnari í þessu lífi, höfum upplifað allt það besta sem lífið býður uppá og líka þurft að horfa uppá slæmar hliðar þess. Uppsretta okkar vinahóps nær allt aftur til unglingsáranna, er við fórum fyrst að þreifa fyrir okkur utan veggja heimilisins í leit að okkar eigin lífsreynslu. Þá var allt
spennandi sem við komumst í nálgægð við og margt að sjá. Ragnar vinur okkar fékk mörg spennandi tækifæri á lífsleiðinni sem við hinir fengum að fylgjast með, fullir af stolti og trú á framtíðina. Einkum vorum við stoltir af honum sem félaga og ferli hans á vettvangi knattspyrnunnar þar sem hann stillti sér í hóp þeirra bestu.
Er lengra leið á lífið fórum við að huga að því að halda saman vinahópnum og stofnuðum félagið Storm í þeim tilgangi. Þar var Ragnar ein af stoðum félagsins og höfum við eytt mörgum góðum stundum saman, einir og með fjölskyldum okkar. Við höfum notið þess að spjalla um lífið, tilveruna og vináttuna á meðan við flutum saman niður farveg lífsins. Þó siglingin hafi reynst hverjum og einum misjafnlega erfið, hefur það veitt okkur ómælda ánægju, styrk og fyllingu að geta mánaðarlega sótt hvorn annan heim og notið stundar saman í félaginu okkar.
Fyrir einhverja hendingu gerist það svo að einn af okkur berst af leið og flýtur af stað niður annan og grýttari farveg. Það hefur reynst okkur sársaukafullt að horfa uppá það gerast án þess að geta komið neinum vörnum við. En nú þegar á hólminn er komið eigum við eftir minninguna sem hann skilur okkur eftir með um góðar samverustundir, skemmtileg atvik, sæta sigra og ósigra.
Nú kveðjum við Ragnar með virðingu og vinsemd í hjarta og vonum að hans bíði góður félagsskapur þar sem hann er nú. Aðstandendum hans, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur með þökk í hjarta fyrir að hafa staðið svo tryggilega að baki honum á lífsleiðinni. Við biðjum Guð að blessa Möggu, Ingunni og börnin hans, Ragnar, Láru og Söndru, og hjá okkur mun minningin um góðan dreng og góðan félaga lifa.
f.h. Storms
Sigurður Garðarsson