Rafvirkjar og pípulagningarmenn að störfum í Grindavík um helgina
Í Grindavík heldur verðmætabjörgum áfram um helgina sem felst í því að koma vatni og rafmagni á bæinn. Þá hefur reynst krefjandi að halda rafmagni á bænum í dag. Gert er ráð fyrir því að pípulagningamenn og rafvirkjar verði við störf í Grindavík laugardag og sunnudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Viðbragðsaðilar hætta störfum í dag kl. 16:30. Við störf inn í Grindavík í dag voru um 90 manns.
Frekari verðmætabjörgun, þ.e. flutningur verðmæta út úr bænum, getur fyrst farið fram þegar kvarði á hættumatskorti Veðurstofunnar fer á „töluverða hættu“. Hættumat Veðurstofu Íslands sem gefið var út í dag sýnir að hætta í Grindavík sé „mikil“ og gildir kortið til 25. janúar, að öllu óbreyttu.