Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafretta kveikti í handfarangri í flugi frá Keflavík
Slökkvilið komið að þotu Wizz Air eftir lendingu þann 13. september 2017. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 5. nóvember 2018 kl. 09:36

Rafretta kveikti í handfarangri í flugi frá Keflavík

Áhöfn flug­vél­ar Wizz Air frá Kefla­vík til Wroclaw í sept­em­ber á síðasta ári slökkti í rafrettu sem kviknað hafði í með vatni. Þetta kem­ur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, en greint er frá málinu á mbl.is.
 
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að í ljós kom að takki rafrett­unn­ar hafði fest inni í hliðar­hólfi bak­poka sem geymd­ur var í far­ang­urs­hólfi fyr­ir ofan sæt­araðir flug­vél­ar­inn­ar.
 
Við veit­inga­sölu tók einn í áhöfn­inni eft­ir reyk sem barst úr far­ang­urs­hólfinu. Ann­ar hljóp til og náði í slökkvi­tæki og sá þriðji gerði öðrum flugliðum viðvart. Farþegi opnaði á meðan far­ang­urs­hólfið og kom bak­pok­an­um fyr­ir á gólfi vél­ar­inn­ar. Áhöfn­in fylgdi því næst starfs­regl­um og reyndi að hella vatni á rett­una, en nokkr­um sinn­um blossaði upp eld­ur í rafrett­unni áður en end­an­lega tókst að slökkva í henni. 
 
Flug­menn vél­ar­inn­ar lýstu fyr­ir neyðarástandi og tókst áhöfn­inni að lok­um að koma rafrett­unni fyr­ir í rusli und­ir vaski á sal­erni vél­ar­inn­ar, en það er úr málmi og búið slökkvi­kerfi ef þar skyldi kvikna eld­ur. Frek­ara slökkvistarf þurfti ekki og var flug­vél­inni síðan lent í Kefla­vík.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024