Rafrænar Víkurfréttir vikunnar aðgengilegar á netinu
Sjöunda tölublað ársins af Víkurfréttum er komið út á rafrænu formi. Prentaðri útgáfu verður dreift á morgun, miðvikudag.
Blað vikunnar er 16 síður og troðfullt af áhugaverðu efni. Við leggjum áfram áherslu á áhugaverð og upplýsandi viðtöl.
Í blaði vikunnar er m.a. rætt við Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, BS. Bæta þarf við einni vakt hjá BS vegna styttingar vinnuvikunnar. Sú ráðstöfun kostar 140 milljónir króna á ári.
Ljiridona Osmani, oftast kölluð Donna, er búsett í Reykjanesbæ. Hún vinnur sem umsjónarkennari í Stapaskóla ásamt því að vera í fullu meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf. Donna hefur talað opinberlega um stöðu útlendinga á Íslandi á samfélagsmiðlinum Twitter. Síðla árs 2021 opnaði hún sig um sögu fjölskyldu hennar en þau flúðu Kósóvó í kjölfar Júgóslavíustríðsins. Hún er í viðtali í blaði vikunnar.
Fastir liðir eru á sínum stað. Þar má m.a. nefna Lokaorð, aflafréttir, fallegar myndir frá Jóni Steinari úr Grindavík, FS-ing vikunnar og Ung(menni) vikunnar.
Þá er heldur betur fjör í aðsendum greinum og nokkuð ljóst að framundan er prófkjör þar sem frambjóðendur keppast við að skrifa greinar til lesenda blaðsins.
Nálgast má rafrænu útgáfuna hér að neðan en prentað blað verður komið á okkar dreifingarstaði um hádegi á miðvikudag.