Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 1. nóvember 2000 kl. 10:55

Rafrænar umsóknir á Netinu

Reykjanesbær og Form.is undirrituðu sl. mánudag samning um rafrænar umsóknir. Samningurinn mun gera bæjarbúum kleift að sækja um þjónustu hjá Reykjanesbæ á Netinu og verður innan skamms hægt að nálgast eyðublöð á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og á vefsvæði Form.is. Þar geta notendur fyllt út eyðublöð á sínu örugga heimasvæði og sent með rafrænum hætti en niðurstöður og tilkynningar berast á sama hátt til baka. Upplýsingatækni er orðin almenningseign og rafrænar umsóknir eru hluti stjórnsýslu næstu aldar. Við lítum svo á að með rafrænum umsóknum séum við að auka þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og bjóða upp á valkost fyrir þá sem geta nýtt sér tæknina en samkvæmt nýjustu könnunum hafa um 79% Íslendinga aðgang að Netinu. Þannig verður bæjarskrifstofan opin allan sólarhringinn og þjónustan óháð stað og stund. Þeir bæjarbúar sem ekki hafa aðgang að Netinu á heimili sínu eða í starfi geta tengst því á Bókasafni Reykjanesbæjar gegn vægu gjaldi. Reykjanesbær tók þátt í forverkefni Form.is en undirbúningur hefur staðið yfir frá 1999. Rafrænar umsóknir eru liður í viðamiklum breytingum sem verið er að vinna að á heimasíðu Reykjanesbæjar og miða m.a. að því að gera upplýsingar sem þar er að finna aðgengilegri. Umsóknirnar berast beint inn í mála- og skjalavistunarkerfi Reykjanesbæjar en Form.is tryggir að eyðublöð skili sér rétt útfyllt og með nauðsynlegum fylgiskjölum. Þjónusta Form.is stenst allar öryggiskröfur sem gerðar eru til samskipta á Netinu. Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Guðmundur Óskarsson framkvæmdastjóri Form.is skrifuðu undir samninginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024