„Rafrænar íbúakosningar eru framtíðin“
N-listinn í Garði spurði á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs hvort það væri vilji meirihlutasamstarfs xD og xL að leyfa kjósendum í Sveitarfélaginu Garði að taka afstöðu hvort vilji er fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum sem yrði þá framkvæmd með rafrænni íbúakosningu?
Á fundinum kom fram að það D listi hefur tekið ákvörðun um framboð og hefur hafið undirbúning að prófkjöri.
„Afstaða meirihlutans veldur vonbrigðum. Rafrænar íbúakosningar er framtíðin, það þarf kjark til að vera í forystu meðal sveitarfélaga,“ segir í bókun frá N-listanum, sem lögð var fram við þetta tækifæri.