Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rafræn söfnun undirskrifta hófst á miðnætti
Fimmtudagur 2. júlí 2015 kl. 09:39

Rafræn söfnun undirskrifta hófst á miðnætti

Fyrsti undirskriftalisti sinnar tegundar.

Á miðnætti hófst rafræn söfnun undirskrifta til að knýja á um atkvæðagreiðslu bæjarbúa um forsendur breytingar deiliskipulags vegna kísilvers Thorsil í Reykjanebæ. Þetta er sérstakur viðburður þar sem í fyrsta skipti er verið að framkvæma undirskriftarlista sem þennan þar sem Rafræn stjórnsýsla á vegum Þjóðskrár er framkvæmdaraðili söfnunarinnar og farið er eftir reglugerð um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna sakvæmt sveitastjórnarlögum.

Fram kemur í tilkynningu frá ábyrgðarmönnum söfnunarinnar þurfa íbúar Reykjanesbæjar að kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslylki. Íbúahópurinn sem stendur fyrir söfnuninni óskaði eftir því við bæjaryfirvöld að þau geymdu framkvæmd undirskriftanna þar til í ágúst þegar flestir eru komnir úr sumarfríi. Þessu hafnaði Reykjanesbær og bar fyrir sig viðsksipatlegum forsendum Thorsil sem er eigandi og verðandi rekstraraðili kísilvers í Helguvík. Því fer kosningin fram á hábjargræðistíma og fólk er víða á ferðalagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ábyrgðarmenn telja því mikilvægt fyrir undirskriftarsöfnunina að hægt sé að koma skilaboðum til bæjarbúa eftir öllum leiðum. Svo þeir viti í fyrsta lagi að söfnun undirskrifta er farin í gang rafrænt og í öðru lagi að þeir hafi aðgang að upplýsingum og geti tekið þátt.