Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rafræn kosning vegna kísilvers hefst í nótt
Frá íbúafundinum um málið í Stapa í síðustu viku.
Mánudagur 23. nóvember 2015 kl. 16:06

Rafræn kosning vegna kísilvers hefst í nótt

Rafræn íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík hefst kl. 02:00 í nótt, aðfaranótt 24. nóvember. Íbúum gefst kostur á að kjósa til 02:00 þann 4. desember og eins oft og hver vill, ef skoðanir kunna að breytast eftir að kosið hefur verið. Svarvalmöguleikar verða tveir, hlynntur eða andvígur deiliskipulagsbreytingunni. Ef merkt er við hvorugt og haldið áfram innan kerfis jafngildir það að skila auðu. Gott er fyrir kjósanda að vera búinn að ganga úr skugga um að hann sé á kjörskrá og sækja um Íslykil eða rafrænt skilríki eigi hann hvorugt.

Reykjanesbær opnaði fyrr í mánuðinum kosningavef á slóðinni www.ibuakosning.is þar sem nálgast má allar upplýsingar um kosninguna, forsendur, hvað er verið að kjósa um, sjónarmið bæjaryfirvalda og þeirra sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytingunni, upplýsingar um aðstoð við kosningu og hvernig fólk ber sig að við að nálgast auðkenni til að geta kosið. Einnig er tenging af íbúakosningavefnum yfir í rafræna kjörskrá, bæði á íslensku og ensku. Allar grunnupplýsingar vefjarins eru á íslensku, ensku og pólsku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kosningaslóðin verður virk frá kl. 02:00 24. nóvember til kl. 02:00 4. desember.