Fréttir

  • Rafræn íbúagátt tekin upp í Vogum
  • Rafræn íbúagátt tekin upp í Vogum
    Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.
Laugardagur 22. ágúst 2015 kl. 14:20

Rafræn íbúagátt tekin upp í Vogum

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að undirbúningi upptöku rafrænnar íbúagáttar hjá Sveitarfélaginu Vogum. Mörg sveitarfélög hafa þegar tekið slíkar gáttir í notkun.

Íbúagáttin gerir íbúum sveitarfélagsins kleift að sinna ýmsum erindum við sveitarfélagið á rafrænan hátt, og eru því ekki háðir opnunartíma skrifstofunnar eða þurfa að koma á staðinn.

Íbúar sveitarfélagsins skrá sig inn með rafrænum auðkennum eða Íslykli. Unnt verður að fylla út ýmiss konar eyðublöð og umsóknir, senda inn fyrirspurnir, formleg erindi o.s.frv. Þá verður einnig unnt að skoða álagningarseðla fasteignagjalda.

Gert er ráð fyrir að íbúagáttin opni formlega um næstu mánaðamót og verður krækja inn á gáttina sett á vefsíðu sveitarfélagsins, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í fréttabréfi bæjarins.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024