Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafræn Helguvíkurkosning verður ekki bindandi
Fimmtudagur 27. ágúst 2015 kl. 15:18

Rafræn Helguvíkurkosning verður ekki bindandi

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi í Helguvík. Lagt til að kosningin fari fram á tímabilinu frá 8. til 20. nóvember nk. og standi í 10 daga og að miðað verði við 18 ára aldur kjósenda.

Þá var samþykkt á fundi bæjarráðs í morgun að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi.

Bæjarráð samþykkti einnig að óska eftir því við ráðherra að íbúakosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna kosninganna verði á rafrænu formi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024