Raforkukostnaður hækkar hjá öllum heimilum
HS Orka hækkar um 0.26%
Heildar raforkukostnaður hjá HS Orku hefur hækkað um 0,26% eða úr 64.977 í 65.148 krónur frá áramótum. Heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað frá því í ágúst 2013 m.v. 4.000 kWst. notkun á ári. Þá er miðaða við flutning, dreifingu og orku þegar talað er um heildarkostnað.
Mest hefur raforkukostnaðurinn hækkað hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan eða um 6,6%, Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,8% og Orkuveita Reykjavíkur/Orka Náttúrunnar um 1,3%.
Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu raforkunnar til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landsvæði og hins vegar er greitt fyrir raforkuna sjálfa til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur.
Verð á raforku hefur hækkað hjá öllum raforkusölum að lámarki um 0,08%, en Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,47%. Benda má á að skattur á raforkusölu, umhverfis- og auðlindaskatturinn, var hækkaður um áramót úr 0,126 kr. á kWst. í 0,13 kr. á kWst.