Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

 Rafn Markús Vilbergsson ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla
Föstudagur 8. mars 2024 kl. 18:40

Rafn Markús Vilbergsson ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla

Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla. Rafn Markús lauk B.Sc. prófi í íþróttafræði með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008, M.Ed. í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014 og hóf nám í opinberri stjórnsýslu við sama skóla árið 2023.

Rafn Markús hefur starfað í Njarðvíkurskóla frá árinu 2009, sem umsjónarkennari, deildarstjóri, verkefnastjóri, aðstoðarskólastjóri og starfar nú sem deildarstjóri eldra stigs.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Rafn Markús tekur við skólastjórastarfinu af Ásgerði Þorgeirsdóttur sem lætur af störfum í sumar eftir langan og farsælan feril í Njarðvíkurskóla.