Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafn Markús ráðinn skólastjóri Heiðarskóla
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 07:00

Rafn Markús ráðinn skólastjóri Heiðarskóla

Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Rafn Markús lauk námi til B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og M.Ed. gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014.

Rafn Markús hefur starfað í Njarðvíkurskóla frá árinu 2009 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans undanfarin fimm ár, bæði sem verkefnastjóri og deildarstjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrír umsækjendur voru um starfið en auk Rafns sóttu þau Ásdís Hrönn Viðarsdóttir og Þormóður Logi Björnsson um skólastjórastarfið í Heiðarskóla.

Rafn hefur auk skólastarfa sinna verið þjálfari 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu.