Rafmagnsleysi kostaði HS fjórar milljónir króna
Útsláttur Suðurnesjalínu sem varð þann 29. febrúar í flutningskerfi Landsnets hf vegna eldingar og olli rafmagnsleysi á Suðurnesjum beinum kostnaði HS hf að upphæð um 4 M.kr. auk tapaðrar orkusölu og þarf HS hf alfarið að bera þennan kostnað. Virkjanir HS hf í Svartsengi og á Reykjanesi slógu út um kl. 11.15 og þurfti HS hf að kaupa þá raforku, sem ella hefði verið framleidd í virkjununum, frá netinu til að geta staðið við orkuafhendingu til þeirra viðskiptavina sinna sem ekki misstu rafmagn meðan verið var að koma virkjunum aftur í fullan rekstur. Þá er ótalið tjón fyrirtækja og einstaklinga vegna svona útsláttar þar sem öll vinna legst niður og eitthvað var um að tíðniflökt ylli tjóni hjá einstaklingum á sjónvörpum o.fl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hitaveitu Suðurnesja hf.
Það sem gerist þegar línan fer út er að virkjanir HS hf með framleiðslu á bilinu 150 og 160 MW koma ekki frá sér nema notkuninni á Suðurnesjum sem er á bilinu 20 – 30 MW eftir aðstæðum. Við það fellur tíðnin og virkjanirnar detta út. Eins og staðan er í dag þá sitja Suðurnesjamenn ekki við sama borð og allflestir raforkukaupendur landsins þegar kemur að öryggi raforkuflutnings. Orkuframleiðsla HS hf á Suðurnesjum er orðin stærsta framleiðslueining raforkukerfisins sem tengd er með einni línu og stefnir í að verða einu stóru virkjanirnar sem tengdar eru kerfinu með þeim hætti. Við það að raforkukerfi landsins missi út þessa framleiðslu þarf að grípa til skerðingar raforku á suðvesturhorninu og getur það ekki talist ásættanlegt ástand.
Raforkunotendur á Suðurnesjum greiða sama verð fyrir flutning raforku og aðrir raforkukaupendur í landinu. Það sama á við raforkuframleiðslu HS hf, hún greiðir sama verð fyrir flutning frá Suðurnesjum og aðrir raforkuframleiðendur í landinu, þótt öryggi afhendingar sé almennt minna. Það má segja að það sé undarlegt að allur kostnaður við slíkar bilanir leggist alfarið á HS hf og eðlilegt að flutningsgjöld væru lægri meðan þetta ástand varir.
Það hefur verið krafa HS hf um nokkurt skeið að ráðist verði í byggingu nýrrar flutningslínu frá Hamranesi í Hafnarfirði til Suðurnesja og hefur Landsnet hf tekið þeirri málaleitan vel. Er sú vinna í gangi og vonandi kemur til þeirra framkvæmda sem fyrst þannig að afhendingaröryggi fyrirtækja, almennings og orkuframleiðslunnar verði með viðunandi hætti.
Það sem gerist þegar línan fer út er að virkjanir HS hf með framleiðslu á bilinu 150 og 160 MW koma ekki frá sér nema notkuninni á Suðurnesjum sem er á bilinu 20 – 30 MW eftir aðstæðum. Við það fellur tíðnin og virkjanirnar detta út. Eins og staðan er í dag þá sitja Suðurnesjamenn ekki við sama borð og allflestir raforkukaupendur landsins þegar kemur að öryggi raforkuflutnings. Orkuframleiðsla HS hf á Suðurnesjum er orðin stærsta framleiðslueining raforkukerfisins sem tengd er með einni línu og stefnir í að verða einu stóru virkjanirnar sem tengdar eru kerfinu með þeim hætti. Við það að raforkukerfi landsins missi út þessa framleiðslu þarf að grípa til skerðingar raforku á suðvesturhorninu og getur það ekki talist ásættanlegt ástand.
Raforkunotendur á Suðurnesjum greiða sama verð fyrir flutning raforku og aðrir raforkukaupendur í landinu. Það sama á við raforkuframleiðslu HS hf, hún greiðir sama verð fyrir flutning frá Suðurnesjum og aðrir raforkuframleiðendur í landinu, þótt öryggi afhendingar sé almennt minna. Það má segja að það sé undarlegt að allur kostnaður við slíkar bilanir leggist alfarið á HS hf og eðlilegt að flutningsgjöld væru lægri meðan þetta ástand varir.
Það hefur verið krafa HS hf um nokkurt skeið að ráðist verði í byggingu nýrrar flutningslínu frá Hamranesi í Hafnarfirði til Suðurnesja og hefur Landsnet hf tekið þeirri málaleitan vel. Er sú vinna í gangi og vonandi kemur til þeirra framkvæmda sem fyrst þannig að afhendingaröryggi fyrirtækja, almennings og orkuframleiðslunnar verði með viðunandi hætti.