Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rafmagnslaust oftar en góðu hófi gegnir
Föstudagur 22. febrúar 2019 kl. 09:50

Rafmagnslaust oftar en góðu hófi gegnir

„Undanfarnar vikur og mánuði hefur orðið rafmagnslaust hér í sveitarfélaginu, oftar en góðu hófi gegnir að mati margra. Svo virðist sem ástæðurnar séu jafn mismunandi eins og þær eru margar,“ skrifar Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum í vikulegum pistli. 
 
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni, og samþykkti að óska eftir skýringum á þessum hvimleiða vanda, frá HS Veitum, segir í pistli frá bæjarstjóranum í Vogum.
 
Bæjarstjórinn bendir jafnframt á að í  þessu sambandi er vert að benda fólki á að ekki er sjálfgefið að tryggingar bæti skaða sem kann að verða á tækjum og rafmagnsbúnaði, því er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort tryggingar fólks innifeli bætur fyrir slíkt tjón. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024