Rafmagnslaust í kvöld í Grindavík
HS Veitur birtu eftirfarandi tilkynningu rétt í þessu á Facebook-síðu sinni.
Kæru Grindvíkingar,
Vegna neyðaraðgerðar við að tengja fjarskiptastöð NATO/USA við raforkukerfið í Grindavík þá verður rafmagn tekið af Grindavík í kvöld og rafmagnslaust verður eitthvað fram eftir nóttu.
Nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir á þessari stundu en gera má ráð fyrir 6-8 klst rafmagnsleysi frá þeim tíma sem rafmagn verður tekið af.
Beðist er velvirðingar á því ónæði sem af þessu hlýst, hér að neðan má sjá það svæði sem verður án rafmagns.