Rafmagnskassi við Boggabar sprakk
Íbúar í hluta Keflavíkur verða að búa við rafmagnsleysi í allt að 7 klukkustundir í kvöld og nótt eftir að rafmagnskassi sprakk við Boggabar við Keflavíkurhöfn nú á níunda tímanum í kvöld. Eldglæringar stóðu upp úr rafmagnskassanum þegar að var komið og lýsa bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn aðkomunni þannig að helst minnti á flugeldasýningu.
Að sögn Guðmundar Sæmundssonar, á varðstofu lögreglunnar í Keflavík, var ekki hætta á ferðum. Um 10-15 metrar eru í skyndibitastaðinn Boggabar og lagði reyk frá rafmagnskassanum þangað. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn en síðan þurftu starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja að rjúfa straum. Eins og áður segir getur rafmagnsleysið varað í allt að sjö klukkustundir vegna sprengingarinnar.
Að sögn Guðmundar Sæmundssonar, á varðstofu lögreglunnar í Keflavík, var ekki hætta á ferðum. Um 10-15 metrar eru í skyndibitastaðinn Boggabar og lagði reyk frá rafmagnskassanum þangað. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn en síðan þurftu starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja að rjúfa straum. Eins og áður segir getur rafmagnsleysið varað í allt að sjö klukkustundir vegna sprengingarinnar.