Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafmagnsbruni á Nesvöllum
Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 17:43

Rafmagnsbruni á Nesvöllum

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í nýju fjölbýlishúsi sem er í byggingu á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, kom upp bilun í rafmagnstöflu við götuinntak með þeim afleiðingum að rafmagn sló ekki út, heldur brunnu lagnir.

Sigmundur sagði að slíkir eldar væru varasamir, þar sem rafmagn hafi ekki slegið út. Þá væri reykurinn frá slíkum bruna baneitraður.


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024