Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafhleðslustöð við Íþróttamiðstöðina í Garði
Á næstunni geta rafbílaeigendur hlaðið bíla sína við Íþróttamiðstöðina í Garði. Mynd af ja.is
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 10:01

Rafhleðslustöð við Íþróttamiðstöðina í Garði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að hleðslustöð fyrir rafbíla verði sett upp við Íþróttamiðstöðina í bænum. Áætlaður kostnaður við uppsetninguna er 250.000 krónur.

Hleðslustöðin var gjöf frá Orkusölunni sem undanfarna mánuði hefur fært öllum sveitarfélögum landsins slíka stöð að gjöf. Verkefnið kallast „Rafbraut um Ísland“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024