Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Rafhleðslustöð við Íþróttamiðstöðina í Garði
Á næstunni geta rafbílaeigendur hlaðið bíla sína við Íþróttamiðstöðina í Garði. Mynd af ja.is
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 10:01

Rafhleðslustöð við Íþróttamiðstöðina í Garði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að hleðslustöð fyrir rafbíla verði sett upp við Íþróttamiðstöðina í bænum. Áætlaður kostnaður við uppsetninguna er 250.000 krónur.

Hleðslustöðin var gjöf frá Orkusölunni sem undanfarna mánuði hefur fært öllum sveitarfélögum landsins slíka stöð að gjöf. Verkefnið kallast „Rafbraut um Ísland“.