Rætt um viðskilnað VL á varnarsvæðinu
 Viðræðunefndir Íslands og Bandaríkjanna sitja nú á fundi í Þjóðmenningarhúsinu en fundurinn hófst klukkan 9 í morgun. Aðal umræðuefnið mun vera með hvaða hætti Bandaríkjaher skilur við varnarsvæðið og um frágang fasteigna, skv. því sem fram kemur á ruv.is.
Viðræðunefndir Íslands og Bandaríkjanna sitja nú á fundi í Þjóðmenningarhúsinu en fundurinn hófst klukkan 9 í morgun. Aðal umræðuefnið mun vera með hvaða hætti Bandaríkjaher skilur við varnarsvæðið og um frágang fasteigna, skv. því sem fram kemur á ruv.is.Nú styttist óðum í þau tímamót að Varnarliðið hverfi að mestu eða öllu leyti af landi brott og nú í þessum mánuði verður mörgum þjónustustofnunum á varnarsvæðinu lokað. Má þar helst nefna matvöruverslun, bílaþjónustu, leikskóla, tómstundaheimili, félagsheimili, aðal veitingashúsi, sundlaug og bókasafni.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort Bandaríkjaher ætli sé að vera áfram með einhvern lámarksviðbúnað á landinu.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				