Rætt um myglu og rakamyndun á málþingi
Reykjanesbær stóð fyrir málþingi um byggingamál sl. föstudag. Þar var fjallað um jarðskaut og rafsegulsvið, rakamyndun og myglu í mannvirkjum og ástæður og áhrif þessa á heilsufar íbúa. Þá var fjallað um byggingarreglugerðina í nútíð og framtíð og fyrirspurnum svarað.
Þingið er ætlað fagaðilum innan byggingargeirans, húseigendum og almenningi. Meðfylgjandi myndir tók Olga Björt Þórðardóttir á þinginu.
VF-myndir: Olga Björt // [email protected]