Rætt um framtíð hersins í apríl
Davíð Oddsson forsætisráðherra reiknar með að viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, hefjist á ný í næsta mánuði. Davíð tók í fréttum RÚV í gærkvöld, undir sjónarmið um að hryðjuverkin í Madrid kunni að breyta viðhorfum Bandaríkjamanna til varna í Keflavík. Davíð vísaði til ummæla Bush Bandaríkjaforseta þess efnis að engin þjóð megi vera varnarlaus gagnvart hryðjuverkum. Forsætisráðherra reiknar með að sest verði að samningaborði í næsta mánuði, en bendir á að herstöðvar í Evrópu séu nú í almennri skoðun bandaríkjastjórnar.