Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rætt um ábyrga netnotkun
Fimmtudagur 30. september 2004 kl. 09:51

Rætt um ábyrga netnotkun

Félagsmiðstöðin Fjörheimar hefur að undanförnu haldið fyrirlestra um ábyrga netnotkun nemenda í 8. - 10. bekk auk þess að kynna starfsemi sína fyrir þessum nemendum. Fyrirlesturinn hefur verið haldinn í þremur grunnskólum af fjórum í Reykjanesbæ en allir skólarnir hafa samþykkt að fá fræðslu.

Á fyrirlestrinum er sýnt fræðslumyndband sem framleitt var af Finni Beck um ábyrga netnotkun. Farið er yfir þær hættur sem geta skapast á veraldarvefnum og foreldrar hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna. Rætt var m.a. um bloggsíður, msn spjall, notkun myndasíma og fleira sem flest börn og unglingar í dag þekkja.

Rætt var um raunveruleg tilvik sem upp hafa komið á undanförnum misserum í Reykjanesbæ og hvað læra megi af þeim.
Félagsmiðstöðin nýtti tækifærið og fjallaði jafnframt um starf Fjörheima fyrir nýja nemendur en hauststarfið er komið á fullt skrið.
Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024