Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ræningjar á ferð
Fimmtudagur 3. október 2002 kl. 08:17

Ræningjar á ferð

Ræningjar voru á ferð í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Brotist var inn í nokkur fyrirtæki og þaðan stolið talsverðum verðmætum. Við Hafnargötuna var brotist inn í nokkur fyrirtæki og þaðan stolið hljómtækjum og fatnaði. Þá hefur verið átt við hurðir nokkurra fyrirtækja án þess að innbrotsþjófurinn eða þjófarnir hafi komist inn.Rólegt var hins vegar á vaktinni í nótt, samkvæmt fréttasíma lögreglunnar í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024