Rændur greiðslukortunum
Lögreglan á Suðurnesjum fékk í gær tilkynningu um þjófnað úr baðskáp í Bláa lóninu. Úr honum hafði verið stolið tveimur greiðslukortum í eigu erlends baðgests. Í ljós kom að umræddur gestur átti í einhverju basli með að læsa skápnum, en taldi sér þó hafa tekist það áður en hann fór út í lónið. Svo reyndist þó ekki vera.
Gesturinn hafði þá þegar samband við banka í heimalandi sínu og lét loka kortunum, þannig að sá óprúttni aðili sem þarna var að verki hafði ekki erindi sem erfiði.