Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ræktaði kannabis í heimahúsi
Mánudagur 26. maí 2014 kl. 10:08

Ræktaði kannabis í heimahúsi

Kannabisræktun var stöðvuð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Mikla kannabisstækju lagði á móti lögreglumönnum þegar húsráðandi opnaði fyrir þeim. Hann heimilaði síðan húsleit. Í húsnæðinu voru á annan tug kannabisplantna í ræktun, auk kannabisefna í nokkrum plastílátum. Einnig fannst slatti af kannabisfræjum.

Húsráðandinn var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu, sem telst upplýst. Plöntur, efni, fræ, svo og tól og tæki voru haldlögð og þeim eytt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.