Ræða fjárhagsáætlun og íbúalýðræði á íbúafundi
Óskað verður eftir kynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði og verður kynningin haldin samhliða íbúafundi í Garði nú á næstu vikum.
N-listinn í Garði lagði á dögunum fram tillögu um íbúafund um lýðræðismál. Tillagan var þess efnis að efnt verði til íbúafundar þar sem farið verður yfir ábyrgð sveitarfélaga gagnvart íbúalýðræði sem og kosti og galla persónukjörs.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram breytingatillögu þess efnis að íbúafundurinn yrði haldinn samhliða íbúafundi um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2014.
Gera má ráð fyrir að íbúafundurinn verði haldinn í lok þessa mánaðar.