Ráðuneytið samþykkir Suðurnesjabæ
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hefur sent sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis bréf, dags. 22. nóvember 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið muni staðfesta nafnið Suðurnesjabær á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.
Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags fagnar niðustöðu ráðuneytis um að nafn sveitarfélagsins verði Suðurnesjabær.
Þá var á fundi bæjarstjórnar lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins, þar sem m.a. verði ákvæði um að sveitarfélagið heiti Suðurnesjabær. Samþykkt var samhljóða að vísa samþykkt um stjórn sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.