Ráðstefna um starfsmenntun í Eldborg
Ráðstefna um starfsmenntun hefst nk. fimmtudag í Eldborg í Svartsengi. Búist er við að milli 30-40 gestir frá Portúgal og Danmörku sitji ráðstefnuna auk sveitarstjórnarmanna og annarra ráðamanna frá Íslandi.Ráðstefnan er liður í samstarfsverkefni á vegum Evrópusambandsins, semhefur verið nefnd Leonardo da Vinci áætlunin. Á ráðstefnunni munuþátttökuþjóðirnar kynna afrakstur þriggja ára vinnu og meta hann enMarkaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar og FjölbrautaskóliSuðurnesja hafa borið hita og þunga þess sem verkefnisstjórar. Sú þekkingsem aflað hefur verið á þessu sviði, verður gefin út sem alþjóðleg handbóká rafrænu formi. Vonast er til að handbókin muni nýtast tilteknumlandssvæðum til að efla starfsmenntun og auka samtvinnun atvinnulífs ogmenntunar.