Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðstefna um konur, starfsframa og fjölskylduna
Miðvikudagur 15. mars 2006 kl. 12:48

Ráðstefna um konur, starfsframa og fjölskylduna

Ráðstefnan “Konur, starfsframi og fjölskyldan” verður haldin í Listasafni Reykjanesbæjar næstkomandi fimmtudag. Þar verða flutt áhugaverð erindi um viðfangsefni sem er hluti af lífi flestra kvenna nú á tímum og eru komur á Reykjanesi velkomnar.
Á ráðstefnunni koma fram reyndir aðilar og flytja erindi er koma inn á viðfangsefnið konur, starfsframi og fjölskyldan. Viðfansefnið verður m.a. skoðað út frá fræðum, staðreyndum og reynslu fyrirlesara. Fyrirlesarar eru Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, Kristín Pétursdóttir aðstoðarforstjóri Singer og Fridlander í London og Ingólfur V. Gíslason ráðgjafi á Jafnréttisstofu. Ráðstefnustjóri er Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ráðstefnunni “Konur, starfsframi og fjölskyldan” lýkur með léttri dagskrá og veitingum þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri á að efla tengsl sín á milli.

Ráðstefnan er opin öllum konum á Reykjanesi þeim að kostnaðarlausu, skráning fer fram á netfanginu [email protected] . Einnig er hægt að skrá sig, hjá Miðstöð Símenntunar Suðurnesjum, í síma 421 7500. Skráning á ráðstefnuna er til og með 13.mars n.k. Ráðstefnan “Konur, starfsframi og fjölskyldan” er framhald af ráðstefnunni “Konur aukin áhrif á vinnumarkaði” sem haldin var í Listasafni Reykjanesbæjar í febrúar á s.l. ári.

Mynd: Frá ráðstefnunni „Konur, aukin árif á vinnumarkaði" á síðasta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024