Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ráðstefna um innleiðingu vendináms í skólum
Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er sáttur við kennslufyrirkomulag námsins
Föstudagur 26. maí 2017 kl. 13:42

Ráðstefna um innleiðingu vendináms í skólum

Keilir stendur fyrir ráðstefnu um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms og vinnubúðir um notkun vendináms í skólastarfi, fimmtudaginn 8. júní kl. 13:00 - 16:00 í aðalbyggingu skólans á Ásbrú. 
 
Ráðstefnan er styrkt af Nordplus Junior Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar og er liður í samstarfsverkefni skóla í Eistlandi, Finlandi, Danmörku og á Íslandi. Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman Norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu. 
 
Markmiðið er að setja saman gagnlegar upplýsingar um vendinám á sameiginlegri vefsíðu ásamt gagnagrunni og tenglum til sérfræðinga í samstarfslöndunum sem fást við vendinám. Þá standa samstarfsaðilar verkefnisins fyrir röð vinnustofa þar sem þátttakendur geta kynnst kennsluaðferðum vendináms á öllum stigum, hvort heldur um er að ræða kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref eða skólastjórnendur sem hafa hug á að innleiða vendinám í sínum stofnunum.
 
Bæði innlendir og erlendis aðilar munu verða með erindi á ráðstefnunni, þar á meðal um innleiðingu spjaldtölva í Kópavogsbæ, námsmat nemenda í vendinámi og notkun vendináms í endurmenntun og starfsmenntun. Auk þess munu kennarar segja frá reynslu sinni og hvernig best sé að nýta vendinám til kennslu. Ráðstefnan er öllum opin og er enginn þátttökukostnaður. Nánari upplýsingar á www.keilir.net
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024