Ráðstefna um fjölskylduna í Reykjanesbæ á laugardaginn
Fjölskyldan í Reykjanesbæ er heiti ráðstefnu sem verður haldinn í Reykjanesbæ laugardaginn 22. október n.k. Ráðstefnan verður í Holtaskóla og stendur frá kl. 10 til kl. 13.
Fjallað verður um málefni fjölskyldunnar og leitað verður leiða til að skapa fjölskylduvænna samfélag. Ráðstefnunni verður skipt í þrjá þætti. Í fyrsta lagi verður fjallað um fjölskyldur sem eru með ung börn þ.e.a.s. frá fæðingu til framhaldsskóla og verða fyrirlesarar í þeim hluta Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri HSS, Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og Inga Þórsdóttir, prófessor.
Á sama tíma verður fjallað um eldri fjölskyldur og verða fyrirlesarar þar Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir, Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur og Margrét Margeirsdóttir, formaður eldri borgara í Reykjavík.
Í þriðja lagi verður fjallað um fjölskyldur með stálpuð börn og verða fyrirlesarar Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri Íþróttaakademíunnar, Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Umræður verða í lok hvers hluta þar sem ráðstefnugestir ræða efni fyrirlestra og hópstjórar munu safna saman gögnum og skila til undirbúningshóps ráðstefnunnar. Niðurstöður hópanna verða síðan notaðar til að styrkja enn frekar og efla Reykjanesbæ sem fjölskylduvænt sveitarfélag.
Boðið verður upp á barnagæslu og munu Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ koma og skemmta börnunum. Skemmtiatriði þeirra hefst kl. 10:10.
Tökum öll þátt og eigum fróðlegan og skemmtilegan morgun þann 22. október n.k. í Holtaskóla.
Fjallað verður um málefni fjölskyldunnar og leitað verður leiða til að skapa fjölskylduvænna samfélag. Ráðstefnunni verður skipt í þrjá þætti. Í fyrsta lagi verður fjallað um fjölskyldur sem eru með ung börn þ.e.a.s. frá fæðingu til framhaldsskóla og verða fyrirlesarar í þeim hluta Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri HSS, Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og Inga Þórsdóttir, prófessor.
Á sama tíma verður fjallað um eldri fjölskyldur og verða fyrirlesarar þar Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir, Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur og Margrét Margeirsdóttir, formaður eldri borgara í Reykjavík.
Í þriðja lagi verður fjallað um fjölskyldur með stálpuð börn og verða fyrirlesarar Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri Íþróttaakademíunnar, Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Umræður verða í lok hvers hluta þar sem ráðstefnugestir ræða efni fyrirlestra og hópstjórar munu safna saman gögnum og skila til undirbúningshóps ráðstefnunnar. Niðurstöður hópanna verða síðan notaðar til að styrkja enn frekar og efla Reykjanesbæ sem fjölskylduvænt sveitarfélag.
Boðið verður upp á barnagæslu og munu Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ koma og skemmta börnunum. Skemmtiatriði þeirra hefst kl. 10:10.
Tökum öll þátt og eigum fróðlegan og skemmtilegan morgun þann 22. október n.k. í Holtaskóla.