Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 10:49

RÁÐSTEFNA UM EINELTI HALDIN Í STAPA

Klærnar slípaðar saman Undanfarna mánuði hefur verið starfandi undibúningsnefnd á vegum nokkurra félga og stofnana í Reykjanesbæ. Í nefndinni hafa starfað fulltrúar lögreglu, skólaskrifstofu, frjálsra félagasamtaka og félags- og fjölskylduþjónustu Reykjanesbæjar. Takmarkið er að koma á öflugu og samstilltu átaki til að bregðast við einelti og öðru ofbeldi í Reykjanesbæ. Í framhaldi hefur verið boðað til vinnuráðstefnu í Stapa þriðjudaginn 18. maí kl. 18:00 - 22:00. Fulltrúum flestra stofnana, félagasamtaka, vinnustaða, hreyfinga og hópa sem hugsanlega geta látið til sín taka á þessu sviði hefur verið boðið til ráðstefnunnar, enda einelti ekki einvörðungu bundið við skóla, ungt fólk eða börn. Sæmundur Hafsteinsson starfar sem sálfræðingur hjá félags- og fjölskylduþjónustu Reykjanesbæjar og hefur komið að undirbúningi ráðstefnunarinnar. Hann leggur áherslu á að gerendur eineltis eru jafnframt þolendur og þurfa einnig aðstoð. „Einelti er alvarlegt mál og flokkast sem ofbeldi. Því er samstarf t.d. skóla, ögreglu og félagasamtaka mjög mikilvægt en ekki má þó gleyma því að einelti er ekki einskorðað við börn en fullorðnir eru jafnframt þolendur. Það má segja að orsakir eineltis liggi annars staðar þótt skólinn sé oft á tíðum vettvangur þess. Til þess að leysa þetta vandamál þurfa fleiri en skólayfirvöld að koma til þ.á.m. fjölskyldur og heimili”. Einn helsti tilgangur ráðstefnunnar er að sögn Sæmundar að samræma vinnubrögð og viðbrögð gegn einelti eða slípa saman klærnar eins og hann nefnir það. „Einelti vex í skjóli þess að enginn veit hvernig á að á vandamálinu. Við teljum að þetta komi öllum við og viljum breiða út þekkingu á einelti. Við þurfum að taka höndum saman og vinna bug á þessu vandamáli en um leið eflum við samstöðu okkar til þess að taka á fleiri vandamálum”. Á ráðstefnunni er m.a. stefnt að því að félagasamtök, vinnustaðir, hópar og stofnanir ákveði í eitt skipti fyrir öll að einelti verði ekki liðið. Vinnureglur verði samræmdar þannig að öll félög og stofnanir bregðist við á svipaðan hátt. Þeir sem gegna lykilhlutverkum fái viðeigandi fræðslu og þjálfun. Fræðsla um einelti og aðferðir gegn því verði aukin þannig að öllum verði ljóst hvernig hægt sé að bregðast við. Síðast en ekki síst verður hvatt til samstöðu og sýnt fram á þann ávinning sem samfélagið allt hefur af því að stemma stigu við einelti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024