Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðstefna um drengjamenningu í grunnskólum
Mánudagur 21. febrúar 2005 kl. 10:54

Ráðstefna um drengjamenningu í grunnskólum

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir ráðstefnu um drengjamenningu í grunnskólum 24. febrúar nk. í samvinnu við Fræðslusvið Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel og er öllum opin.

Fjallað verður um karlmennsku og stráka í grunnskóla, einkunnir, aðbúnað og líðan þeirra, starfshugsun og staðalmyndir.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru:
Margrét Pála Ólafsdóttir
Berglind Rós Magnúsdóttir
Lilja Ólafsdóttir og Ástþór Ragnarsson
Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ávarpar ráðstefnugesti og Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar setur ráðstefnuna.

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024