Fréttir

Ráðstefna á morgun um afþreyingarferðamennsku á Íslandi
Mánudagur 27. apríl 2015 kl. 08:10

Ráðstefna á morgun um afþreyingarferðamennsku á Íslandi

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University halda ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku á Íslandi á morgun kl. 15 - 18 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.

Áhersla ráðstefnunnar verður á menntun, gæði og aukna framlegð í afþreyingarferðamennsku á Íslandi. Auk Keilis og TRU koma Ferðamálastofa, Markaðsstofa Reykjaness og NATA - North Atlantic Trade Association að ráðstefnunni.  Í framhaldi af ráðstefnunni bjóða Ferðamálastofa og ATTA - Adventure Tourism Trade Association upp á tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku 29. - 30. apríl.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024