Ráðist verði í sjóvarnir í Grindavík
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að ráðist verði í framkvæmdir við sjóvarnir í Grindavík eins og gert er ráð fyrir í samþykktri samgönguáætlu. Erindi frá Siglingastofnun þess efnis lá fyrir fundi bæjarráðs nú í vikunni. Um er að ræða sjóvarnir við Arfadalsvík við Gerðistanga, Gerðistanga fremst, rúst Stóragerðis og Staðarbót við Gerðistanga. Jafnframt bendir bæjarráð á nauðsyn þess að farið verði í sjóvarnir víða eins og við Eyjabót.
Ljósmynd/Ellert Grétarsson: Brim við Grindavík. Ágangur sjávar er víða mikill á Reykjanesi.