Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðist í framkvæmdir íþróttamannvirkja í Grindavík fyrir rúmar 700 milljónir
Fimmtudagur 26. janúar 2012 kl. 16:09

Ráðist í framkvæmdir íþróttamannvirkja í Grindavík fyrir rúmar 700 milljónir



Skýrsla vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi.  Í vinnhópnum sátu fulltrúar allra lista í bæjarstjórn Grindavíkur auk fulltrúa UMFG.

Heildarkostnaður verksins er áætlaður 714.516.000 kr. fyrir samtals 2.004 m2 húsnæðis og endurbætur á núverandi húsnæði Grindvíkinga. Þetta leiðir til þess að áhrif fjárfestingar á rekstrareikning sveitarfélagsins gæti numið um 44 - 48 mkr. á ári fyrstu 10 árin. Í fjárhagsáætlun ársins 2012 og þriggja ára rammaáætlun fyrir árin 2013-2015 er gert ráð fyrir fjármagni til framkvæmdanna og þess rekstarkostnaðar sem til fellur á þessum tíma í samræmi við þá áfangaskiptingu sem vinnuhópurinn leggur til. Bæjarstjórn samþykkir tillögur vinnuhópsins eins og þær liggja fyrir í skýrslunni og að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins og hönnun mannvirkjanna. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hefjast handa við 1. áfanga verkefnisins og felur bæjarráði að skipa byggingarnefnd. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal framkvæmda:

Sameina á inngang og afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar með það markmiði að nýta starfsfólk sem best og að inngangurinn sé skemmtilegur og aðlaðandi fyrir gesti og gangandi. Íþróttahúsið geti nýst sem veislusalur fyrir 350-400 gesti á snyrtilegan og einfaldan hátt. Körfuknattleiksvöllur verði löglegur og æfingaaðstaða fyrir júdódeild og taekwondo verði bætt.

Nánar á Grindavík.is