Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 5. janúar 2002 kl. 20:58

Ráðist á Varnarliðsmann á Casino

Veist var að Varnarliðsmanni á veitingastaðnum Casino í Grófinni í Keflavík kl. 8 í morgun. Að sögn lögreglunnar í Keflavík leitaði maðurinn til læknis á sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli en hann hafði áverka í andliti.Árásir á Varnarliðsmenn hafa færst í vöxt undanfarið en hermenn af Vellinum eru tíðir gestir í Casino. Oftar en ekki eru það íslenskir karlmenn sem ráðast á Varnarliðsmennina og skýringin er oftar en ekki sú að þeir séu að verja kvenpeninginn fyrir erlendum áhrifum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024