Ráðist á lögreglu og slökkvilið í Grindavík í nótt
Ráðist var að slökkviliði og lögreglumönnum þegar þeir höfðu afskipti af hópi fólks sem safnast hafði saman við brennu á stað sem kallast
Sólarvé í Grindavík í nótt. Þetta kemur fram á visir.is
Upp úr klukkan hálftvö í nótt barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um að maður hefði brennst við að skvetta bensíni á bál og voru tveir
lögreglumenn sendir á staðinn til að athuga málið. Kveikt hafði verið í bálkesti á svæðinu en um 50 til 100 manns voru á svæðinu og ölvun
talsverð að sögn lögreglu. Ekkert leyfi var fyrir brennunni og var kallað á slökkvilið til að slökkva eldinn.
Slökkviliðsstjórinn í Grindavík mætti á staðinn við annan mann en þegar þeir hófu að slökkva eldinn var ráðist á slökkviliðsstjórann og honum
hrint í jörðina. Lögreglumaður tók árásarmanninn afsíðis en þá var ráðist á hann líka og honum skellt í jörðina.
Kallað var á fleiri lögreglumenn til aðstoðar og komu alls níu menn á svæðið, sex úr Keflavík og þrír af Keflavíkurflugvelli. Þegar lögregla ætlaði
að handtaka upphaflega árásarmanninn veittist fólkið að lögreglumönnunum, og þurfti lögreglan að beita táragasúða til að verja sig. Að lokum
náðist að tvístra hópnum og slökkva eldinn.
Einn lögreglumaður hruflaðist í andliti og á fótum í átökunum en enginn meiddist alvarlega. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður í
fangageymslu. Ekki er vitað hverjir stóðu að brennunni, en hún var auglýst í svæðisútvarpinu í Grindavík, þar sem tilkynnt var um bálköst og skemmtun. Á meðan á atganginum stóð sendi lögreglan í Hafnarfirði bíl til Keflavíkur til að sjá um löggæsluna þar.
Sólarvé í Grindavík í nótt. Þetta kemur fram á visir.is
Upp úr klukkan hálftvö í nótt barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um að maður hefði brennst við að skvetta bensíni á bál og voru tveir
lögreglumenn sendir á staðinn til að athuga málið. Kveikt hafði verið í bálkesti á svæðinu en um 50 til 100 manns voru á svæðinu og ölvun
talsverð að sögn lögreglu. Ekkert leyfi var fyrir brennunni og var kallað á slökkvilið til að slökkva eldinn.
Slökkviliðsstjórinn í Grindavík mætti á staðinn við annan mann en þegar þeir hófu að slökkva eldinn var ráðist á slökkviliðsstjórann og honum
hrint í jörðina. Lögreglumaður tók árásarmanninn afsíðis en þá var ráðist á hann líka og honum skellt í jörðina.
Kallað var á fleiri lögreglumenn til aðstoðar og komu alls níu menn á svæðið, sex úr Keflavík og þrír af Keflavíkurflugvelli. Þegar lögregla ætlaði
að handtaka upphaflega árásarmanninn veittist fólkið að lögreglumönnunum, og þurfti lögreglan að beita táragasúða til að verja sig. Að lokum
náðist að tvístra hópnum og slökkva eldinn.
Einn lögreglumaður hruflaðist í andliti og á fótum í átökunum en enginn meiddist alvarlega. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður í
fangageymslu. Ekki er vitað hverjir stóðu að brennunni, en hún var auglýst í svæðisútvarpinu í Grindavík, þar sem tilkynnt var um bálköst og skemmtun. Á meðan á atganginum stóð sendi lögreglan í Hafnarfirði bíl til Keflavíkur til að sjá um löggæsluna þar.