Ráðinn framkvæmdastjóri ITS á Keflavíkurflugvelli
Jens Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Tækniþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. ITS er einn af stærri vinnustöðum á Suðurnesjum með um 200 starfsmenn, þar af um 130 flugvirkja.
Icelandair Technical Services, eða Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli, annast viðhaldsþjónustu fyrir flugflota Icelandair og viðhald fyrir aðra flugrekendur innlenda og erlenda.