Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Ráðin mannauðsstjóri hjá Suðurnesjabæ
Föstudagur 29. ágúst 2025 kl. 10:35

Ráðin mannauðsstjóri hjá Suðurnesjabæ

Sandra Kristín Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra hjá Suðurnesjabæ.

Sandra Kristín er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst ásamt M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Sandra Kristín hefur starfað sem mannauðsráðgjafi og teymisstjóri mannauðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ. Einnig starfaði hún áður sem mannauðsstjóri og aðstoðar mannauðsstjóri hjá IKEA á Íslandi.

Sandra Kristín hefur komið að skipulagi þróunar- og stefnumótunarvinnu mannauðsmála, borið ábyrgð á ráðningarferli og nýliðaþjálfun, verið verkefnastjóri jafnlaunavottunar, haft umsjón og eftirlit á samræmdri framkvæmd starfsmannastefnu ásamt því að hafa góða þekkingu á kjarasamningum og opinberri stjórnsýslu.