Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 20. september 2002 kl. 01:27

Raðhús við Steinás samþykkt en einkareknum leikskóla frestað

Verktakafyrirtækin Keflavíkurverktakar hf. og Íslenskir aðalverktakar hf. vilja halda áfram uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Grænásbrekkum. Umsóknir um byggingalóðir þessara fyrirtækja voru samþykktar á síðasta fundi Skipulags- og bygginganefndar.Keflavíkurverktakar sótt um fjórar lóðir við Steinás og ÍAV um tvær lóðir. Báðir aðilar ætla að byggja raðhús.
Umsókn um lóð undir einkarekinn leikskóla frá RV Ráðgjöf var hins vegar frestað og vísað til endurskoðunar aðalskipulags. Frekari upplýsingar um leikskólann var ekki að hafa í gögnum Reykjanesbæjar á Netinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024