Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ráðherranum ekki að skapi
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 17:05

Ráðherranum ekki að skapi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun sína um að staðfesta ákvörðun Skipulagsstofnunar og hafna kröfu Landverndar um heildstætt umhverfismat vegna álvers í Helguvík, samkvæmt lögum en henni ekki að skapi. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi nú í dag.

Umhverfisráðuneytið áréttar þó að niðurstaðan feli ekki í sér afstöðu ráðuneytisins til þess hvort heildstætt mat kunni síðar að geta komið til álita vegna annarra matsskyldra framkvæmda sem tengjast álverinu í Helguvík.

Þórunn sagði að breyta þyrfti lögum um mat á umhverfisáhrifum á þann veg að sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum tengdra framkvæmda væri skylda en ekki heimild. Sagðist Þórunn ætla að beita sér fyrir því að gerð yrði stjórnarskrárbreyting til þess að hægt væri að grípa inn í ferli sem þetta, þótt það væri langt komið. Náttúran þurfi vörn í stjórnarskránni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024