Ráðherrann leysi deiluna
„Það stendur alfarið upp á heilbrigðisráðuneytið að leysa þann hnút sem bundinn hefur verið á heilsugæslunni á Suðurnesjum,“ segir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rekna í algjöru fjársvelti. Stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar hafi ekki fundað reglulega og það hafi verið látið hjá líða að reyna að leysa mál læknanna, þar til allt var komið í óefni. ,,Íbúar á svæðinu eru fórnarlömb í þessu máli og á þeim bitnar þetta ástand fyrst og fremst. Ástandið er orðið mjög slæmt og íbúar svæðisins orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi ráðuneytisins í þessu máli."
Heimildir Fréttablaðsins herma að læknarnir tveir sem nú eru í veikindafríi hafi yfirkeyrt sig í starfi. Þá sé útséð um að heilsugæslulæknar fáist til starfa nema með breyttri stefnu stjórnar. Meðferð framkvæmdastjórans á læknunum tíu sem vildu ráða sig til baka komi í veg fyrir að aðrir heilsugæslulæknar ráði sig. Haft hefur verið eftir Maríu Ólafsdóttur, fyrrum yfirlækni, að ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði verið hægt að ná samkomulagi um það sem á milli bar. ,,Sú staðreynd að okkur stóð ekki öllum til boða að fá ráðningu á ný hafði afgerandi áhrif á þá ákvörðun okkar að sækjast ekki eftir ráðningu að nýju. Auk þess varð ákveðinn trúnaðarbrestur þar sem dregið var í efa að við myndum skila vinnunni okkar. Við vísum ábyrgð alfarið á framkvæmdastjórn í því sambandi," segir María.
Jóhann Geirdal segir því hafa verið kastað fram manna á milli að einkarekin heilsugæslustöð gæti leyst vandann. Ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. ,,Við komum að sama vandanum þar. Fé til reksturs hennar þarf að koma frá ríkinu."
Jóhann segir að á sínum tíma hafi heimamaður sótt um stöðu framkvæmdastjóra við stofnunina ásamt Sigríði Snæbjörnsdóttur. ,,Við lögðum mikla áherslu á að heimamaður yrði ráðinn sem væri með púlsinn á þörfum Suðurnesjamanna og þekkti vel til. Ráðuneytið varð ekki við þeirri ósk okkar," segir Jóhann.
Vísir.is greinir frá í morgun.
Heimildir Fréttablaðsins herma að læknarnir tveir sem nú eru í veikindafríi hafi yfirkeyrt sig í starfi. Þá sé útséð um að heilsugæslulæknar fáist til starfa nema með breyttri stefnu stjórnar. Meðferð framkvæmdastjórans á læknunum tíu sem vildu ráða sig til baka komi í veg fyrir að aðrir heilsugæslulæknar ráði sig. Haft hefur verið eftir Maríu Ólafsdóttur, fyrrum yfirlækni, að ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði verið hægt að ná samkomulagi um það sem á milli bar. ,,Sú staðreynd að okkur stóð ekki öllum til boða að fá ráðningu á ný hafði afgerandi áhrif á þá ákvörðun okkar að sækjast ekki eftir ráðningu að nýju. Auk þess varð ákveðinn trúnaðarbrestur þar sem dregið var í efa að við myndum skila vinnunni okkar. Við vísum ábyrgð alfarið á framkvæmdastjórn í því sambandi," segir María.
Jóhann Geirdal segir því hafa verið kastað fram manna á milli að einkarekin heilsugæslustöð gæti leyst vandann. Ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. ,,Við komum að sama vandanum þar. Fé til reksturs hennar þarf að koma frá ríkinu."
Jóhann segir að á sínum tíma hafi heimamaður sótt um stöðu framkvæmdastjóra við stofnunina ásamt Sigríði Snæbjörnsdóttur. ,,Við lögðum mikla áherslu á að heimamaður yrði ráðinn sem væri með púlsinn á þörfum Suðurnesjamanna og þekkti vel til. Ráðuneytið varð ekki við þeirri ósk okkar," segir Jóhann.
Vísir.is greinir frá í morgun.